Leikið á Ásnum
Í hópi frumbyggja Egilsstaða voru að sjálfsögðu mörg börn. Leiksvæði þeirra var annað og öðruvísi en Egilsstaðabörn þekkja í dag enda hefur bærinn breyst og þróast í tímans rás. Í sýningarskápum í sýningarsal Minjasafnsins má skoða leikföng frá þeim tíma þegar fyrstu innfæddu Egilsstaðabúarnir voru að alast upp. Þar má m.a. sjá brúður, bíla, LEGO kubba og spil. Sumt kann að koma nútímabörnum spánskt fyrir sjónir en önnur leikföng hafa elst betur og gætu allt eins hafa verið keypt í gær.