Skip to main content

Verbúðarlíf - menning og minning

Fjölmargir Íslendingar kynntust verbúðalífi og verbúðaflakki um og upp úr miðri síðustu öld. Peningalyktin barst úr sjávarplássunum og þangað streymdi unga fólkið, laust og liðugt, í von um skjótan gróða. Sumir sáu í fiskvinnslunni tækifæri til að afla á sumarvertíðinni nægilegs fjár til skólans næsta vetur, en aðrir þraukuðu lengur og unnu jafnt sumarvertíðir sem vetrarvertíðir og færðu sig jafnvel milli plássa, frá Eyjum á Eskifjörð og frá Grindavík á Suðureyri. Allt í senn í von um meiri vinnu, meiri pening og meira fjör.

Á sýningunni Verbúðarlíf sem opnuð var í Minjasafni Austurlands á Dögum myrkurs 2017, fengu gestir að skyggnast inn í herbergi á verbúð. Þar var verbúðalífi þessa tíma gerð skil, annars vegar með myndum og texta og hins vegar með hálftíma langri kvikmynd og jafnlöngum útvarpsþætti.

Sýningin er farandsýningin og var unnin af Spor - menningarmiðlun