Skip to main content

Austfirskt fullveldi: Sjálfbært fullveldi?

Sýningin Austfirskt fullveldi - Sjálfbært fullveldi var hluti af stærra verkefni sem níu mennta-, menningar- og rannsóknarstofnanir á Austurlandi tóku höndum saman um í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands árið 2018. Markmiðið var að skoða með nýstárlegum hætti hugtökin fullveldi og sjálfbærni og tengslin þar á milli. Sýningin sem opnuð var í Minjasafni Austurlands var ein af fjórum sambærilegum sýningum sem opnaðar voru á sama tíma á Austurlandi 17. júní 2018. Hinar voru opnaðar í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði, í Randulfssjóhúsi á Eskifirði og á Skriðuklaustri í Fljótdal. Sýningarnar fjölluðu um börn árin 1918 og 2018 og var líf þeirra, nánasta umhverfi og samfélag speglað við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Í tengslum við verkefnið var opnuð heimasíða þar sem finna á margvíslegan fróðleik. Verkefnið náði hápunkti á veglegri lokahátíð sem fór fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum á fullveldisdaginn, 1. desember. Þar voru sýningarnar fjórar sameinaðar á einum stað, nemendukynntu verkefni sem tengjast fullveldinu og fleira. Auk þeirra stofnana sem þegar hafa verið nefndar komu Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Skólaskrifstofa Austurlands, Safnastofnun Fjarðabyggðar og Landgræðsla ríkisins einnig að því en það var leitt af Austurbrú. Sýningin var styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Alcoa