Skip to main content

Óskadraumur eiginkonunnar.

Á örsýningunni "Óskadraumur eiginkonunnar" sem stóð yfir haustið 2020 voru til sýnis margvíslegir gripir úr safnkosti safnsins sem allir tengdust snyrtingu og útliti. Þar mátti meðal annars sjá forláta snyrtiborð, háfjallasól og Ronson hárþurrkur. Nafn sýningarinnar var einmitt fengið úr auglýsingu fyrir fyrrnefndar háþurrkur þar sem þeim var lýst á þennan háfleyga hátt. Í sumum tilfellum eru sambærilegir hlutir og sáust á sýningunni notaðir enn í dag á meðan tímans tönn hefur ekki farið eins mildum höndum um aðra.