Skip to main content

Eyðibýli á heimaslóðum.

Ljósmyndasýningin "Eyðibýli á heimaslóðum" var lokaverkefni Önnu Birnu Jakobsdóttur (f. 2001) frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2020. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna var um að ræða ljósmyndir af nokkrum völdum eyðibýlum á Austurlandi, en samtals tók Anna Birna fyrir níu eyðibýli víðsvegar um landshlutann.