Spengja, stoppa, staga, stykkja
Sýningin Spengja, stoppa, staga, stykkja var sett upp í tilefni af alþjóðlega safnadeginum 2023. Á hverju ári síðan 2020 hefur Alþjóðlegi safnadagurinn varpað ljósi á valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og að þessu sinni var lögð áhersla á markmiðin heilsa og vellíðan, aðgerðir í loftslagsmálum og líf á landi. Yfirskrift dagsins var Söfn, sjálfbærni, vellíðan og nýttu söfnin margvíslegar leiðir til að sýna fram á hvernig söfn geta stuðlað að sjálfbærni og vellíðan í þeirra samfélögum.
Sýning Minjasafns Austurlands, Stoppa, staga, stykkja voru sýndir gripir sem allir eiga það sameiginlegt að bera vitni um nýtni og hagleik fyrri kynslóða. Um er að ræða hluti úr safnkosti safnsins sem voru annaðhvort bættir eftir mikla notkun eða þeim breytt þannig að þeir öðluðust nýtt hlutverk. Sýningin er vitnisburður um ótrúlega nýtni og hugvitsemi fólks hér áður fyrr þegar fólk átti færri hluti og notuðu þá til hins ýtrasta, nokkuð sem nútíma fólk mætti oft taka sér til fyrirmyndar.
Í tengslum við safnadaginn og sýninguna var jafnframt boðið upp á fataviðgerðarsmiðju í samstarfi við Soroptimistaklúbb Austurlands en þar gafst almenningi kostur á að fá aðstoð við að gera við föt sem þörfnuðust lagfæringar.