Ferðalög fyrr á tímum
Sumarsýning Minjasafnsins 2023 bar yfirskriftina Ferðalög fyrr á tímum og var sett upp í Krubbunni, sýningarrými í sýningarsal Minjasafnsins.
Á sýningunni var að finna framsetningu muna sem skapa sviðsmynd tjaldferðalags í íslenskri náttúru fyrr á tímum. Í dag þykja okkur ferðalög sjálfsagður hluti af nútímalífstíl en það er í raun er ekki langt síðan að þau voru aðallega iðkuð í þeim tilangi að komast á milli staða af praktískum ástæðum. Lítill frítími og lélagar samgöngur höfðu þar megin áhrif. Þó eru til einstaka heimildir um bæði Íslendinga og útlendinga sem nutu þess að ferðast um íslenska náttúru hvort sem það voru lengri eða styttri ferðir í nærumhverfi og voru dæmi um slíkar heimildir dregin fram á sýningunni.
Sýningin var styrkt af menningarsjóði Múlaþings og ljósmyndir á veggspjöldum voru fengnar að láni hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga.