Skip to main content

Skóladagar

Haustið 2023 var sýningin Skóladagar sett upp í sýningarskápnum á efstu hæð Safnahússins. Þar voru til sýnis margvíslegir gripir úr safnkosti safnsins sem tengdust á einhvern hátt skólastarfi. Þar mátti meðal annars sjá gamlar skólabækur, skólaspjöld, skriffæri, húsgögn og skólatösku svo eitthvað sé nefnt. Reikna má með að margir eldri gestir hafi kannast við einhverja gripi frá sinni eigin skólagöngu á meðan líklegra er að núverandi grunnskólanemar hafi rekið upp stór augun enda mikið vatn runnið til sjávar í skólastarfi síðan þessir gripir voru notaðir.