Skip to main content

Jóladagatöl

Jóladagatöl eru orðin ómissandi þáttur aðventunnar hjá mörgum. Úrvalið eykst með hverju ári og í gluggum margra þeirra leynast ekki bara myndir heldur einnig súkkulaði eða aðrir glaðningar. Á jóla-örsýnignunni Jóladagatöl voru dregin fram þau jóladagatöl sem varðveitt eru á safninu. Dagatöl eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það sameiginlegt að hafa glatt eigendur sína á meðan beðið var eftir jólum, sum hver ár eftir ár.