Skip to main content

"Brostu þá margir heyranlega"

31. október 2015 var opnuð sýning um Sigfús Sigfússon, þjóðsagnasafnara frá Eyvindará í tilefni af því að 160 ár voru liðin frá fæðingu hans. Sýningin, sem bar yfirskriftina "Brostu þá margir heyranlega" var samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga, Minjasafns Austurlands og Bókasafns Héraðsbúa. Á sýningunni voru veggspjöld með margvíslum fróðeik um Sigfús og verk hans, bækur, skjöl og bréf úr fórum Sigfúsar og munir frá þeim tíma þegar Sigfús var uppi auk þess sem hægt var að hlusta á þjóðsögur úr safni hans.