Hreindýrin á Austurlandi

Sýningin Hreindýrin á Austurlandi opnuð sumarið 2015. Hreindýrin hafa í gegnum árin skapað náttúru og menningu Austurlands sérstöðu. Sýningin fjallar um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir á þeim, um sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverki og hönnun. Á sýningunni er meðal annars hægt að horfa á kvikmyndina Á hreindýraslóðum eftir Eðvarð Sigurgeirsson frá fimmta áratug 20. aldar, glænýja stuttmynd (teiknimynd) um hreinreið Bjarts í Sumarhúsum eftir Láru Garðarsdóttur teiknimyndahönnuð og leikstjóra og nýja heimildamynd Hjalta Stefánssonar og Heiðar Óskar Helgadóttur um hreindýrin. Einnig er hægt að hlusta á frásagnir hreindýraveiðimanna auk þess sem mikið magn ljósmynda er á sýningunni og ýmsir munir úr hreindýrshorni og hreindýrsskinni svo fátt eitt sé nefnt.

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum