Skip to main content

320 grunnskólabörn sjá Kjarval

17. október 2024

Undanfarna daga hafa um 320 nemendur úr grunnskólum af öllu Austurlandi sótt Sláturhúsið á Egilsstöðum heim og séð leiksýninguna Kjarval í uppsetningu Borgarleikhússins. Leiksýningin byggir að hluta til á verðlaunabók Margrétar Tryggvadóttur um listamanninn þar sem er leitast við að draga upp mynd af drengnum, manninum og málaranum Kjarval.

Leiksýningin er hluti af stærra verkefni, Kjarval á Austurlandi, sem samanstendur af minjasýningu og sýningu á verkum hans. Minjasýningin, sem er á vegum Minjasafns Austurlands, var opnuð í september síðastliðnum í Sláturhúsinu og mun standa fram á næsta haust. Sýning á verkum Kjarvals verður svo opnuð næsta sumar í Skaftfelli á Seyðisfirði.

Hanna Christel Sigurkarlsdóttir er hönnuður sýningar Minjasafnsins og verkefnastjóri: "Þetta er heljarinnar verkefni sem aðstandendur eru mjög stoltiraf og viljum við þakka Borgarleikhúsinu sérstaklega fyrir frábært samstarf. Einnig viljum við þakka öllum þeim sjóðum og fyrirtækjum sem styrktu bæði minja- og leiksýninguna og kostuðu rútur svo að nemendur alls staðar úr fjórðungnum gætu komið og notið sýninganna."

Leikarar í sýningunni voru þau Íris Tanja Flygenring og Sigurður Ingvarsson. Stefán Hallur Stefánsson leikstýrði, leikmynd gerði Guðný Hrund Sigurðardóttir, lýsingu hannaði Pálmi Jónsson, tónlistina samdi Úlfur Eldjárn og um hljóð sá Þorbjörn Steingrímsson. Sýningarstjóri var Þórey Selma Sverrisdóttir.

20241701 Kjarval 5
20241701 Kjarval 6
20241701 Kjarval 1
20241701 Kjarval 4
20241701 Kjarval 8
20241701 Kjarval 2
20241701 Kjarval 7
2024101 Kjarval 9

 

Styrktaraðilar sýninga: 

Kjarval Styrk Syn 5
Kjarval Styrk Syn 8
Kjarval Styrk Syn 4
Kjarval Styrk Syn 3
Kjarval Styrk Syn 10
Kjarval Styrk Syn 6
Kjarval Styrk Syn 1
Kjarval Styrk Syn 2
Kjarval Styrk Syn 9

 

Styrktaraðilar rútuferða skólabarna:

Kjarval Ruta 3
Kjarval Ruta 4
Kjarval Ruta 5
Kjarval Ruta 1
Kjarval Ruta 2