Líða fer að jólum - Jólasamvera í Safnahúsinu
02. desember 2024
Miðvikudaginn 4. desember munu söfnin í Safnahúsinu standa fyrir sameiginlegri jólasamveru þar sem boðið verður upp á notalega stemningu og jólalega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
Bókin "Lína bjargar jólunum" verður lesin á Bókasafninu kl. 16:15 og að því loknu verður hægt að fara í myndatöku með jólasveini á Héraðsskjalasafninu. Á Minjasafninu og Bókasafninu verður allskyns föndur, ratleikir og þrautir í boði og sívinsæla leitin að jólasveinunum inn í sýningarsal safnsins verður að sjálfsögðu á sínum stað. Einnig verður hægt að skoða ör-jólasýningu Minjasafnsins í sýningarskáp á efstu hæð hússins.
Samverustundin stendur yfir frá kl. 16:00 til 18:00 og aðgangur er ókeypis.