Skip to main content

Velkominn þorri!

22. janúar 2016

Velkominn þorri og gleðilegan bóndadag!

 Vissuð þið...

 ...að á þessum degi var til siðs að húsfreyjan biði þorra velkominn og að gert væri vel við heimilisfólk í mat og drykk?

 

 ...að þó fyrsti dagur þorra hafi lengi verið tileinkaður bóndanum kom heitið "bóndadagur" fyrst fram í þjóðsögum Jóns Árnasonar um miðbik 19. aldar? 

...að þorri er persónugerður sem vetrarvættur í sögum frá miðöldum?

...að á síðara hluta 19. aldar fóru mennta- og embættismenn að tíðka samkomur sem þeir kölluðu "Þorrablót" að fornum hætti. Slíkar samkomu lögðust eftir aldamótin í kaupstöðum en höfðu þá borist í sveitirnar?

...að elsta dæmi sem fundist hefur um þorrablót í sveit er blót sem haldið var á Egilsstöðum í Vallahreppi annað hvort árið 1896 eða 1897?

(Heimild: Árni Björnsson, Saga daganna, bls 433 og 467. Mynd: Vísindavefurinn)

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...