Skip to main content

Velkominn þorri!

22. janúar 2016

Velkominn þorri og gleðilegan bóndadag!

 Vissuð þið...

 ...að á þessum degi var til siðs að húsfreyjan biði þorra velkominn og að gert væri vel við heimilisfólk í mat og drykk?

 

 ...að þó fyrsti dagur þorra hafi lengi verið tileinkaður bóndanum kom heitið "bóndadagur" fyrst fram í þjóðsögum Jóns Árnasonar um miðbik 19. aldar? 

...að þorri er persónugerður sem vetrarvættur í sögum frá miðöldum?

...að á síðara hluta 19. aldar fóru mennta- og embættismenn að tíðka samkomur sem þeir kölluðu "Þorrablót" að fornum hætti. Slíkar samkomu lögðust eftir aldamótin í kaupstöðum en höfðu þá borist í sveitirnar?

...að elsta dæmi sem fundist hefur um þorrablót í sveit er blót sem haldið var á Egilsstöðum í Vallahreppi annað hvort árið 1896 eða 1897?

(Heimild: Árni Björnsson, Saga daganna, bls 433 og 467. Mynd: Vísindavefurinn)

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...