Skip to main content

Bókavaka Safnahússins 2012

27. nóvember 2012
Árleg Bókavaka Safnahússins verður haldin fimmtudaginn 29. nóvember og hefst hún kl. 17:00. Að venju verður áherslan á austfirska útgáfu og bækur eftir höfunda búsetta í fjórðungnum. Þeir sem lesa úr verkum sínum eru Steinunn Kristjánsdóttir (Sagan af klaustrinu á Skriðu), Vilhjálmur Hjálmarsson (Glettur og gamanmál), Unnur Birna Karlsdóttir (Það kemur alltaf nýr dagur), Helgi Hallgrímsson (Leiðarljós. Minningarrit um Laufeyju Ólafsdóttur) og Sigrún Björgvinsdóttir (Handan við ljóshraðann). Þá kynnir Arndís Þorvaldsdóttir aðrar bækur sem hafa komið út á árinu og tengjast Austurlandi.

Athygli skal vakin á því að bókavakan er haldin síðdegis en ekki að kvöldi til eins og hefð er fyrir.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...