Skip to main content

Kraftaverk Austfirskra kvenna

13. nóvember 2012
Myndbandið Kraftaverk Austfirskra kvenna sýna tímana tvenna fæst nú hjá Minjasafninu á Austurlandi á Egilsstöðum. Á þessum mynddisk eru 12 tegundir hannyrða kynntar með stuttum myndbrotum, þar sem sést hvaða áhöld þarf, handbragð og að lokum fullunnin afurð. Ráðist var í gerð þessa disks í framhaldi af sýningu Minjasafns Austurlands með sömu yfirskrift, sem sett var upp sumarið 2012 og mun standa eitthvað fram á haustið. Myndbandið var unnið í samstarfi við hannyrðafólk á Egilsstöðum.

Mynddiskurinn er til sölu í safnbúð Minjasafnsins á opnunartíma safnsins. Áhugasamir geta einnig hringt í Minjasafnið í síma 4711412.

Sýningin Kraftaverk Austfirskra kvenna sýna tímana tvenna er sett upp til heiðurs þeim konum sem áður fyrr unnu falleg verk með fjölbreytilegum aðferðum og oft við erfiðar aðstæður.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...