Skip to main content

Kraftaverk Austfirskra kvenna

13. nóvember 2012
Myndbandið Kraftaverk Austfirskra kvenna sýna tímana tvenna fæst nú hjá Minjasafninu á Austurlandi á Egilsstöðum. Á þessum mynddisk eru 12 tegundir hannyrða kynntar með stuttum myndbrotum, þar sem sést hvaða áhöld þarf, handbragð og að lokum fullunnin afurð. Ráðist var í gerð þessa disks í framhaldi af sýningu Minjasafns Austurlands með sömu yfirskrift, sem sett var upp sumarið 2012 og mun standa eitthvað fram á haustið. Myndbandið var unnið í samstarfi við hannyrðafólk á Egilsstöðum.

Mynddiskurinn er til sölu í safnbúð Minjasafnsins á opnunartíma safnsins. Áhugasamir geta einnig hringt í Minjasafnið í síma 4711412.

Sýningin Kraftaverk Austfirskra kvenna sýna tímana tvenna er sett upp til heiðurs þeim konum sem áður fyrr unnu falleg verk með fjölbreytilegum aðferðum og oft við erfiðar aðstæður.