Skip to main content

Minjasafnið hlýtur styrk

10. mars 2013
Minjasafnið var meðal styrkhafa þegar Menningarráð Austurlands úthlutaði verkefnisstyrkjum á Hótel Framtíð á Djúpavogi föstudaginn 8. mars. Mörg og ólík verkefni hlutu styrk en veður og ófærð hamlaði því miður að allir styrkþegar gætu verið við athöfnina. Á eftir úthlutun voru kaffiveitingar í boði í Löngubúð og safn Ríkarðs Jónssonar skoðað. Minjasafnið þakkar Djúpavogi fyrir gestrisnina og Menningarráði fyrir veittan styrk. Framundan er svo að þróa verkefnið sem fékk styrk, sem er enn á frumstigi en mun fela í sér sýningu og dagskrá sem kallar á þátttöku margra og ólíkra aðila um allt Austurland.