Skip to main content

Heimsókn frá Noregi

23. apríl 2013
Í síðustu viku, dagana 15.-17. apríl, voru góðir gestir í heimsókn á Austurlandi, Norðmennirnir Erik Bugge, verkefnisstjóri hjá Kulturkontakt Vesterålen, og Geir Are Johansen, forstöðumaður Museum Nord. Tilefni heimsóknarinnar voru hugleiðingar um samband og samvinnu menningarstofnana og safna í Vesterålen og á Íslandi, en menningarlíf á Austurlandi hefur áður notið góðs af slíku samstarfi og drifkrafti Eriks Bugge í því sambandi. Erik og Geir litu m.a. við hjá Minjasafni Austurlands ásamt því að heimsækja fleiri söfn og staði hér fyrir austan.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...