Opnun sumarsýninga 17. júní

Við bjóðum alla velkomna á formlega opnun sumarsýninga mánudaginn 17. júní kl. 13.00. Opið til kl. 17. þann dag, ókeypis inn. Á 1. hæð er ljósmyndasýning Sólveigar Björnsdóttur í Laufási af nátttröllum í Hjaltastaðaþinghá og víðar, og tröllabókasýning á 3. hæð. Á 2. hæð er yfirlitssýning á útskornum gripum úr fórum Austfirðinga þar sem getur að líta austfirska alþýðulist og útskurð lærðra manna.