Skip to main content

Heilög Barbara komin austur aftur

30. apríl 2013
Keyrt inn í Fljótsdal í dag í glampandi sólskini svo landið var skínandi bjart og fagurt.

Nathalie Jacquement forvörður á Þjóðminjasafni Íslands kom austur færandi hendi til Skriðuklausturs, nánar tiltekið með styttuna af heilagri Barböru og fleiri dýrgripi sem fundust í uppgreftrinum á Skriðuklaustri og verða til sýnis á Skriðuklaustri í húsi Gunnars Gunnarssonar skálds frá og með 1. maí. Sýningin er þess virði að skoða hana enda um merka forngripi að ræða og á örugglega eftir að vekja verðskuldaða athygli í vor og sumar. Sýningarlok eru í haust en nánari upplýsingar gefur Gunnarsstofnun. (Sjá um styttuna af heilagri Barböru á vefsíðu Þjóðminjasafnsins.)

Mynd: skriduklaustur.is

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...