Skip to main content

Styrkur frá Vinum Vatnajökuls

10. desember 2013
Undanfarið hefur safnstjóri Minjasafns Austurlands lagt drög að stóru verkefni, nánar tiltekið sýningu, í samstarfi við Náttúrustofu Austurlands og Þorpið, og ótal fleiri aðila, sem tengist náttúru- sögu og menningu Austurlands og er efnið sambúð manna og hreindýra, frá því þessi villtu dýr komu í fjórðunginn. Verkefnið verður til húsa í Minjasafninu en þemað er sameign Austurlands og því munu margir á meðan unnið verður að verkefninu verða til kallaðir um ráð og ábendingar, efni, muni og heimildir. Safnað verður efni í máli og myndum, efni á léttum og alvarlegum nótum, fræðilegu efni og skáldskap, og öllu þar á milli, sem og ýmsum gripum og allra handa myndefni og tónlist. Um margmiðlunarhluta verkefnisins sér hönnunarfyrirtækið Gagarín en það fyrirtæki sérhæfir sig í hönnun á gagnvirkum lausnum og stafrænu efni fyrir söfn og sýningar.

Fjármögnun stendur yfir enda er verkefnið stórt. Þann 4. desember 2013 úthlutaði stjórn Vina Vatnajökulsþjóðgarðs styrk til 22 verkefna. Hæsta styrkinn í úthlutun að þessu sinni hlaut Minjasafn Austurlands til ofangreinds verkefnis sem ber yfirskriftina; Hreindýr og menn: Sýning um sambúð manna og hreindýra á Austurlandi. Minjasafnið þakkar Vinum Vatnajökuls fyrir stuðninginn sem mun skipta mjög miklu fyrir verkefnið og óskar öðrum styrkhöfum til hamingju.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...