Skip to main content

Safnahús eign Fljótsdalshéraðs

07. febrúar 2014
Stjórn Minjasafnsins samþykkti á fundi í dag að eignarhluti Minjasafns Austurlands í Safnahúsinu á Egilsstöðum sé seldur til Fljótsdalshéraðs, samhliða því sem gerður var langtímasamningur um afnot og leigu Minjasafnsins á eignarhlutanum. Samkvæmt samningunum yfirtekur Fljótsdalshérað eignarhluta safnsins miðað við afhendingu um síðastliðin áramót. Samningurinn kveður á um skyldu Fljótsdalshéraðs til að vinna að viðhaldi og endurbótum á Safnahúsinu samkvæmt markmiðum viðhalds- og endurbótaáætlunar. Undir samninginn skrifaði Björn Ingimarsson fyrir hönd Fljótsdalshéraðs og Sigurjón Bjarnason formaður stjórnar Minjasafnsins. Vottar að undirritun voru Jón Þórðarsson sveitarstjóri Borgarfjarðar eystri og Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótsdalshrepps.

Áður, eða þann 30. jan. s.l., hafði stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga samþykkt breytingu eignarhalds hússins fyrir sitt leyti.

Þessi áfangi er fagnaðarefni enda hefur verið unnið að málinu um nokkurra ára skeið og sendu t.d. stjórn Minjasafns og Héraðsskjalasafns frá sér sameiginlega yfirlýsingu vorið 2010 þar sem hvatt var til þess að eignarhaldið á húsinu færðist yfir til Fljótsdalshéraðs, til að einfalda þann þátt í rekstri hússins, ekki síst til að greiða fyrir viðhaldi og framkvæmdum við húsið.

Framundan eru spennandi tímar þar sem tækifæri gefast til að byggja upp starfsemi í húsinu, efla varðveislu og miðlun menningarminja Austurlands og bjóða heimamönnum og ferðafólki upp á lifandi og fjölbreytta safnastarfsemi.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...