Prjón og vefnaður
11. ágúst 2014
Prjón og vefnaður sem Sigurborg Einarsdóttir á Eskifirði gaf safninu nýlega er komið í hús. Munirnir verða í sýningarsalnum í Safnahúsinu út mánuðinn, fyrir þá sem vilja skoða þetta fallega handverk áður en það fer til varðveislu í geymslu safnsins. Sigurborg gerði þessa muni þegar hún var í Tóvinnuskólanum á Svalbarði í Eyjafirði 1954-1955, sem starfræktur var um skeið en hefur líklega dálítið gleymst í sögunni.