Nýr safnstjóri tekur til starfa
27. ágúst 2015
Í dag tók nýráðinn safnstjóri, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, við lyklunum að Minjasafninu úr höndum fráfarandi safnstjóra Unnar Birnu Karlsdóttur.Unnur Birna, sem gengt hefur stöðu safnstjóra frá árinu 2012 hefur hafið störf sem akademískur sérfræðingur við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, á starfsstöð hennar á Egilsstöðum.
Elsa Guðný er fædd og uppalin á Jökuldal. Hún er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og MA-próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar þar var um áhrif eldgossins í Öskju árið 1875, einkum á Jökuldal og Vopnafjörð. Sýningar á verkefninu voru settar upp á Vopnafirði og Egilsstöðum auk þess sem Elsa Guðný vann útvarpsþátt um efnið.