Ný heimasíða
05. apríl 2016
Í dag var nýrri heimasíðu Minjasafns Austurlands formlega hleypt af stokkunum. Síðan hefur fengið nýtt útlit auk þess sem hún er nú "snjallsímavæn" svo ekki ætti að vefjast fyrir fólki að skoða hana í símum og öðrum snjalltækjum.
Sem fyrr verða á síðunni fluttar fréttir af daglegu starfi safnsins auk þess sem þar er að finna allar almennar upplýsingar um safnið, s.s. um opnunartíma, yfirstandandi sýningar og fyrri sýningar, ágrip af sögu safnsins, fundargerðir, árskýrslur og ársreikninga svo fátt eitt sé nefnt. Enn á eftir að setja nokkuð af efni inn á síðuna en það verður gert smátt og smátt á næstu dögum og vikum.
Síðan var hönnuð og uppsett af fyrirtækinu PES ehf á Egilsstöðum.