Skip to main content

Fullt hús af Fellakrökkum

30. nóvember 2015

Það má eiginlega segja að Fellamenn hafi tekið Safnahúsið yfir í dag því hingað komu hvorki fleiri né færri en þrír bekkir úr Fellaskóla.

Fyrir hádegi komu hressir fjórðu bekkingar, þau skoðuðu Nálu og voru sko ekki í vandræðum með ratleikinn góða. Eftir hádegið var síðan komið að krökkunum í 5. og 6. bekk. Þau notuðu tímann vel, leystu verkefni um hreindýr og kvennréttindabaráttu á Íslandi auk þess að spreyta sig á Nálu-þrautunum og skoða gamla muni. Svo sannarlega líflegur dagur og skemmtilegar heimsóknir. Takk fyrir komuna!

 

Fell01
Fell2
Fell3
Fell5
Fell6
Fell7
Fell04

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...