Skip to main content

Fullt hús af Fellakrökkum

30. nóvember 2015

Það má eiginlega segja að Fellamenn hafi tekið Safnahúsið yfir í dag því hingað komu hvorki fleiri né færri en þrír bekkir úr Fellaskóla.

Fyrir hádegi komu hressir fjórðu bekkingar, þau skoðuðu Nálu og voru sko ekki í vandræðum með ratleikinn góða. Eftir hádegið var síðan komið að krökkunum í 5. og 6. bekk. Þau notuðu tímann vel, leystu verkefni um hreindýr og kvennréttindabaráttu á Íslandi auk þess að spreyta sig á Nálu-þrautunum og skoða gamla muni. Svo sannarlega líflegur dagur og skemmtilegar heimsóknir. Takk fyrir komuna!

 

Fell01
Fell2
Fell3
Fell5
Fell6
Fell7
Fell04