Líf og fjör á sýningaropnun
05. nóvember 2015
Það var heldur betur líf og fjör í Safnahúsinu í dag þegar 38 krakkar úr öðrum bekk í Egilsstaðaskóla mættu á opnun sýningarinnar um Nálu.
Heimsóknin hófst á því að þau hlustuðu á söguna Nála - Riddarasaga en sýningin er byggð á henni. Síðan teiknuðu þau listaverk á refilinn langa, bjuggu til alls konar mynstur og þeystust svo á milli hæða í ratleiknum góða og fræddust í leiðinni um hreindýr, gamla tíma og Sigfús Sigfússon. Að lokum gæddu þau sér síðan á piparkökum og safa. Sannarlega skemmtileg heimsókn.