Skip to main content

Líf og fjör á sýningaropnun

05. nóvember 2015
Það var heldur betur líf og fjör í Safnahúsinu í dag þegar 38 krakkar úr öðrum bekk í Egilsstaðaskóla mættu á opnun sýningarinnar um Nálu.

Heimsóknin hófst á því að þau hlustuðu á söguna Nála - Riddarasaga en sýningin er byggð á henni. Síðan teiknuðu þau listaverk á refilinn langa, bjuggu til alls konar mynstur og þeystust svo á milli hæða í ratleiknum góða og fræddust í leiðinni um hreindýr, gamla tíma og Sigfús Sigfússon. Að lokum gæddu þau sér síðan á piparkökum og safa. Sannarlega skemmtileg heimsókn.

Nala Opnun3
Nala Opnun5
Nala Opnun6
Nala Opnun10
Nala Opnun11
Nala Opnun1
Nala Opnun4
Nala Opnun2

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...