Opið Safnahús og afmælisfagnaður

Söfnin þrjú í Safnahúsinu á Egilsstöðum opna dyr sínar á sumardaginn fyrsta og bjóða til afmælisfagnaðar frá klukkan 13:00-15:00.

Árið 2016 er mikið afmælisár í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Á árinu eru 60 ár liðin frá stofnun Bókasafns Héraðsbúa, 40 ár frá stofnun Héraðsskjalasafns Austfirðinga og 20 ár frá því að fyrsti áfangi Safnahússins var formlega tekinn í notkun og söfnin þrjú, Bókasafnið, Héraðsskjalasafnið og Minjasafnið, fluttu undir eitt þak.


Í tilefni þessara tímamóta verður opið hús og afmælisfagnaður í Safnahúsinu á sumardaginn fyrsta (21. apríl) frá kl. 13:00-15:00. Þá gefst gestum og gangandi kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi safnanna og skoða sýningar á öllum hæðum. Fyrrverandi og núverandi starfskonur safnanna flytja ávörp, stúlknakórinn Liljurnar syngur og boðið verður upp á léttar veitingar.

Facebook-síðu viðburðarins má finna hér