Úthlutun úr Safnasjóði
27. apríl 2016
Á dögunum fékk Minjasafn Austurlands úthlutað 2.050.000 kr. úr Safnasjóði.
Úthlutunin skiptist í þrennt, í fyrsta lagi er um að ræða rekstrarstyrk að upphæð 800.000 krónur, í öðru lagi 350.000 króna verkefnastyrk til heimasíðugerðar og í þriðja lagi 900.000 króna verkefnastyrk til að þróa og bæta safnafræðslu safnsins.Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar úr sjóðnum að fenginni umsögn safnaráðs. Nánari upplýsingar um úthlutunina má finna hér.