Gestkvæmt á Minjasafninu
Í þessari viku hafa starfskonur Minjasafnsins tekið á móti 60 skólabörnum og kennurum þeirra.
Hóparnir hafa komið víða að, 7. bekkur í Nesskóla í Neskaupstað heimsótti okkur á þriðjudaginn, 4 ára börn af leikskólanum Skógarlandi á Egilsstöðum komu í heimsókn á miðvikudaginn og á fimmtudaginn fengum við tvo hópa úr Fellaskóla í Fellabæ, annars vegar krakka úr 4. bekk og hinsvegar hressa stráka úr 9. bekk. Síðast en ekki síst kom útskriftarárgangur leikskólans Kærabæjar á Fáskrúðsfirði i heimsókn í dag en þau voru í óvissuútskriftarferð.
Allir fengu hóparnir fræðslu og leiðsögn um sýningar safnsins frá safnvörðum og sumir hóparnir nýttu líka tímann til að vinna verkefni sem kennarar þeirra lögðu fyrir. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá heimsóknunum