Skip to main content

Gestkvæmt á Minjasafninu

13. maí 2016

Í þessari viku hafa starfskonur Minjasafnsins tekið á móti 60 skólabörnum og kennurum þeirra.

Hóparnir hafa komið víða að, 7. bekkur í Nesskóla í Neskaupstað heimsótti okkur á þriðjudaginn, 4 ára börn af leikskólanum Skógarlandi á Egilsstöðum komu í heimsókn á miðvikudaginn og á fimmtudaginn fengum við tvo hópa úr Fellaskóla í Fellabæ, annars vegar krakka úr 4. bekk og hinsvegar hressa stráka úr 9. bekk. Síðast en ekki síst kom útskriftarárgangur leikskólans Kærabæjar á Fáskrúðsfirði i heimsókn í dag en þau voru í óvissuútskriftarferð.

Allir fengu hóparnir fræðslu og leiðsögn um sýningar safnsins frá safnvörðum og sumir hóparnir nýttu líka tímann til að vinna verkefni sem kennarar þeirra lögðu fyrir. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá heimsóknunum

 

20160513 Nesk
20160513 Tjarnarsk
20160513 Fell4
20160513 Fell2
20160513 Fell3
20160513 Fell5
20160513 Fell Eldri
20160513 Fask3
20160513 Fask
20160513 Fask2

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...