Stefnumót við skógarsamfélag
17. maí 2016
Þátttakendur alþjóðlegu vinnustofunnar Stefnumót við skógarsamfélag, heimsóttu Minjasafnið í dag.
Vinnustofan er haldin á vegum SAM-félagsins, grasrótarsamtaka skapandi fólks á Austurlandi í samvinnu við hönnunarteymið Megan Urban og Jason Dilworth frá Designers & Forests í Bandaríkjunum en þau eru aðstoðarprófessorar í grafískri hönnun við Fylkisháskólann í New York State. Á vinnustofunni er unnið með hulin verðmæti skógarsamfélagsins þar sem mannauður, hráefni og menningararfleifð er útgangspunktar.
Heimsóknin á Minjasafnið tengdist síðastnefnda punktinum, þ.e. menningararfleifðinni. Á safninu skoðuðu þátttakendur margvíslega gripi úr safnkostinum sem tengjast viðfangsefnum vinnustofunnar svo sem útskorna listmuni og nytjahluti úr tré. Heimsóknin mun síðan vonandi nýtast þátttakendum sem innblástur þegar kemur að hönnun og sköpun afurða úr austfirskum skógum.
Nánari upplýsingar um vinnustofuna má finna hér.