Söfn og menningarlandslag
18. maí 2016
Í dag miðvikudaginn 18. maí er alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðarlegur á söfnum um allan heim. Þema dagsins að þessu sinni er söfn og menningarlandslag en með því eru söfn um víða veröld hvött til að líta út fyrir veggi safnanna og huga menningarlegu, sögulegu og náttúrulegu landslagi utan þess.
Þemað er afar viðeigandi því þó söfn séu flest bundin við hús og áþreifanlega muni er sagan okkar það ekki. Á hverri þúfu og hjá hverjum læk má finna sögur sem vitna um líf og störf genginna kynslóða. Tilvist þessara sagna gefur viðkomandi stöðum oftar en ekki meira vægi í menningu okkar en ella. Merki um sumar þessar sögur má glögglega sjá í landslaginu á meðan grafa þarf dýpra og nota tæki fornleifafræðinnar til að nálgast aðrar. Enn aðrar sögur lifa aðeins í munnmælum eða bókum. Í tilefni dagsins vekur Minjasafnið sérstaka athygli á sýningunni „Brostu þá margir heyranlega“ þar sem fjallað er um ævi og störf Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnasafnara frá Eyvindará en hann eyddi stærstum hluta ævi sinnar í að ferðast um Austurland í þeim tilgangi að safna og skrásetja sögur og sagnir.
Sigfús fæddist árið 1855. Hann er þekktastur fyrir ritsafnið Íslenskar þjóðsögur og ævintýri sem kom út á árunum 1922-1958. Sigfús lést árið 1935 og lifði því ekki til að sjá allt ritsafnið koma út á prenti. Safnið er mikið að vöxtum, alls rúmlega 3000 blaðsíður og var verkið unnið af litlum efnum en mikilli eljusemi.
Á sýningunni „Brostu þá margir heyranlega“ sem nú stendur yfir í Safnahúsinu, er fjallað á margvíslegan hátt um ævi og störf þjóðsagnasafnarans Sigfúsar Sigfússonar. Á sýningunni er meðal annars hægt að hlusta á valdar þjóðsögur úr safni Sigfúsar sem settar eru fram á gagnvirku korti sem sýnir sögusvið þeirra og þar með tengsl við landslagið. Kortið var uppsett af PES ehf á Egilsstöðum og lesari er Rúnar Snær Reynisson.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá minnisvarða um Sigfús sem staðsettur er í svokölluðum Sigfúsarlundi í landi Miðhúsa. Minnisvarðinn var afhjúpaður 1985 en árið 1986 girti Rótarýklúbbur Héraðsbúa landsspildu umhverfis varðann, gróðursetti þar trjáplöntur og lagði stíga. Reitnum er vel við haldið af klúbbnum og er hann tilvalinn til lautarferða.
Sýningin er samstarfsverkefni allra safnanna í Safnahúsinu og er fyrir á 1. hæð hússins, fyrir framan Héraðsskjalasafnið.
Þemað er afar viðeigandi því þó söfn séu flest bundin við hús og áþreifanlega muni er sagan okkar það ekki. Á hverri þúfu og hjá hverjum læk má finna sögur sem vitna um líf og störf genginna kynslóða. Tilvist þessara sagna gefur viðkomandi stöðum oftar en ekki meira vægi í menningu okkar en ella. Merki um sumar þessar sögur má glögglega sjá í landslaginu á meðan grafa þarf dýpra og nota tæki fornleifafræðinnar til að nálgast aðrar. Enn aðrar sögur lifa aðeins í munnmælum eða bókum. Í tilefni dagsins vekur Minjasafnið sérstaka athygli á sýningunni „Brostu þá margir heyranlega“ þar sem fjallað er um ævi og störf Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnasafnara frá Eyvindará en hann eyddi stærstum hluta ævi sinnar í að ferðast um Austurland í þeim tilgangi að safna og skrásetja sögur og sagnir.
Sigfús fæddist árið 1855. Hann er þekktastur fyrir ritsafnið Íslenskar þjóðsögur og ævintýri sem kom út á árunum 1922-1958. Sigfús lést árið 1935 og lifði því ekki til að sjá allt ritsafnið koma út á prenti. Safnið er mikið að vöxtum, alls rúmlega 3000 blaðsíður og var verkið unnið af litlum efnum en mikilli eljusemi.
Á sýningunni „Brostu þá margir heyranlega“ sem nú stendur yfir í Safnahúsinu, er fjallað á margvíslegan hátt um ævi og störf þjóðsagnasafnarans Sigfúsar Sigfússonar. Á sýningunni er meðal annars hægt að hlusta á valdar þjóðsögur úr safni Sigfúsar sem settar eru fram á gagnvirku korti sem sýnir sögusvið þeirra og þar með tengsl við landslagið. Kortið var uppsett af PES ehf á Egilsstöðum og lesari er Rúnar Snær Reynisson.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá minnisvarða um Sigfús sem staðsettur er í svokölluðum Sigfúsarlundi í landi Miðhúsa. Minnisvarðinn var afhjúpaður 1985 en árið 1986 girti Rótarýklúbbur Héraðsbúa landsspildu umhverfis varðann, gróðursetti þar trjáplöntur og lagði stíga. Reitnum er vel við haldið af klúbbnum og er hann tilvalinn til lautarferða.
Sýningin er samstarfsverkefni allra safnanna í Safnahúsinu og er fyrir á 1. hæð hússins, fyrir framan Héraðsskjalasafnið.