Hreyfivika í Safnahúsinu

Í dag var opnuð ný sýning í Safnahúsinu í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ. Vikan hófst í dag og stendur til 29. maí. 

Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. Vikan, sem hófst í dag og stendur til 29. maí, er hluti af evrópska verkefninu Now We Move. Fljótsdalshérað tekur nú þátt í fimmta sinn og að þessu sinni eru um 40 viðburðir í boði á vegum 20 aðila

 

Söfnin í Safnahúsinu láta að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og í dag var opnuð sérstök Hreyfivikusýning á þriðju hæðinni. Safnverðir Minjasafnsins hafa tínt fram margvíslega muni tengda íþróttaiðkun og hreyfingu, Héraðsskjalasafnið býður upp á myndasýningu með myndum sem sína íþróttaiðkun Austfirðinga fyrr og nú og á Bókasafninu er bókum sem tengjast heilsu og hreyfingu gert hátt undir höfði. 

Sjón er sögu ríkari. Allir með!