Skip to main content

Hreyfivika í Safnahúsinu

23. maí 2016

Í dag var opnuð ný sýning í Safnahúsinu í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ. Vikan hófst í dag og stendur til 29. maí. 

Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. Vikan, sem hófst í dag og stendur til 29. maí, er hluti af evrópska verkefninu Now We Move. Fljótsdalshérað tekur nú þátt í fimmta sinn og að þessu sinni eru um 40 viðburðir í boði á vegum 20 aðila

 

Söfnin í Safnahúsinu láta að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og í dag var opnuð sérstök Hreyfivikusýning á þriðju hæðinni. Safnverðir Minjasafnsins hafa tínt fram margvíslega muni tengda íþróttaiðkun og hreyfingu, Héraðsskjalasafnið býður upp á myndasýningu með myndum sem sína íþróttaiðkun Austfirðinga fyrr og nú og á Bókasafninu er bókum sem tengjast heilsu og hreyfingu gert hátt undir höfði. 

Sjón er sögu ríkari. Allir með!

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...