Samstarf við Tjarnarskóg

Minjasafnið hefur átt í skemmtilegu samstarfi við leikskólann Tjarnarskóg í vetur.

Frá áramótum hafa börn fædd árið 2012 komið í fjórar heimsóknir á safnið. Í hverri heimsókn var tekið fyrir ákveðið efni þannig að eftir veturinn höfðu öll börnin fengið fræðslu um húsakynni fólks í gamla daga, klæðnað, matarvinnslu og leiki barna. Lögð var áhersla á að gera heimsóknirnar lifandi, leyfa börnunum að snerta og prófa og gefa tíma fyrir vangaveltur og spjall. Heimsóknirnar voru afar skemmtilegar og börnin bæði fróðleiksfús og full áhuga. 

 

Síðasti hópurinn kom í heimsókn í dag. Sú heimsókn fór fram undur berum himni þar sem krakkarnir léku sér með horn og bein, byggðu bú fyrir dýrin, mjólkuðu kýrnar og heyjuðu. Síðan prófuðu þau að stökkva yfir sauðalegg og reisa horgemling.

Með heimsókninni í dag lauk safnafræðslu Minjasafnsins þetta skólaárið. Alls komu 615 nemendur, af öllum skólastigum, í heimsókn á safnið skólaárið 2015-2016. Við þökkum öllum nemendum og kennurum sem hafa lagt leið sína á safnið í vetur fyrir komuna og hlökkum til samstarfsins á næsta skólaári.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá heimsóknum Tjarnarskógarbarna á safnið í vetur.

 

20160615 Tjarnarsk2
20160615 Tjarnarsk3
20160615 Tjarnarsk4
20160615 Tjarnarsk5
20160615 Tjarnarsk6
20160615 Tjarnarsk7
20160615 Tjarnarsk8
20160615 Tjarnarsk10
20160615 Tjarnarsk9
20160615 Tjarnarsk11
20160615 Tjarnarsk13
20160615 Tjarnarsk1