Fornleikar Minjasafnsins
11. júlí 2016
Stórkostleg tilþrif sáust á fornleikum Minjasafnsins sem fram fóru í Tjarnargarðinum síðastliðinn laugardag.
Leikarnir voru liður í Sumarhátíð UÍA og fóru fram undir dyggri stjórn Michelle Lynn Mielnik. Þátttakendum gafst kostur á að prófa margvíslega gamla leiki og þrautir sem reyndu bæði á styrk, liðleika, snerpu og útsjónarsemi. Sumir brutu heilann yfir refskák og myllu á meðan aðrir reyndu með sér í hornskinnu eða prófuðu að sækja smjör í strokkinn. Einnig mátti sjá fólk stökkva yfir sauðalegga, reisa horgemling og spyrja völur spurninga svo fátt eitt sé nefnt. Myndir segja meira en mörg orð:
(Ljósmyndarar: Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Gunnar Gunnarsson).