Skip to main content

Fornleikar Minjasafnsins

11. júlí 2016

Stórkostleg tilþrif sáust á fornleikum Minjasafnsins sem fram fóru í Tjarnargarðinum síðastliðinn laugardag.

Leikarnir voru liður í Sumarhátíð UÍA og fóru fram undir dyggri stjórn Michelle Lynn Mielnik. Þátttakendum gafst kostur á að prófa margvíslega gamla leiki og þrautir sem reyndu bæði á styrk, liðleika, snerpu og útsjónarsemi. Sumir brutu heilann yfir refskák og myllu á meðan aðrir reyndu með sér í hornskinnu eða prófuðu að sækja smjör í strokkinn. Einnig mátti sjá fólk stökkva yfir sauðalegga, reisa horgemling og spyrja völur spurninga svo fátt eitt sé nefnt. Myndir segja meira en mörg orð: 

 

(Ljósmyndarar: Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Gunnar Gunnarsson). 

20160711 Fornleikar 1
20160711 Fornleikar 2
20160711 Fornleikar 3
20160711 Fornleikar 5
20160711 Fornleikar 6
20160711 Fornleikar 8
20160711 Fornleikar 9
20160711 Fornleikar 10
20160711 Fornleikar 11
20160711 Fornleikar 12
20160711 Fornleikar 12
20160711 Fornleikar 4

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...