Síðustu dagar sýningar

Nú fer í hönd síðasta sýningarvika sýningarinnar Fjöllistamaður í Fjallasal. 

Sýningin, sem er tileinkuð Jóni A. Stefánssyni alþýðulistamanni frá Möðrudal, stendur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum út septembermánuð. Sýningin er samstarfsverkefni Minjasafnsins, Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og hefur hlotið afar góðar viðtökur. Þar má meðal annars skoða málverk og útskorna muni eftir Jón, margvíslega skjöl úr eigu hans og síðast en ekki síst er hægt að hlusta á viðtöl við Jón og á tónlistarflutning hans. 

 

Sýningin er opin frá kl. 13:00-17:00. Sjá nánar um sýninguna hér.