Skólaheimsóknir
27. september 2016
Þegar haustar fækkar ferðamönnunum sem heimsækja Minjasafnið en skólabörnunum fjölgar að sama skapi. Starfskonur Minjasafnsins taka með ánægju á móti nemum á öllum skólastigum. Óski kennarar eftir að koma með skólahópa á Minjasafnið geta þeir haft samband í síma 471-1412 eða á netfangið:
Ekki er starfandi safnkennari við safnið en safnverðir geta veitt leiðsögn um sýningarnar sniðna að aldri gestanna. Grunnsýning Minjasafnsins er tvískipt, annars vegar er þar um að ræða sýninguna Sjálfbær eining og hins vegar sýninguna Hreindýrin á Austurlandi. Nánari upplýsingar um sýningarnar má finna hér.
Óski kennarar eftir því að nýta safnkost safnsins sjálfir í tengslum við kennslu eða útbúa verkefni sem tengjast sýningum og tilteknum safngripum geta safnverðir aðstoðað og veitt upplýsingar um það sem leynist hér í sýningarsal og geymslum. Upplýsingar um hluta safnkosts Minjasafnsins má finna á Sarpur.is
Hlökkum til að taka á móti bæði nemendum og kennurum.
Starfskonur Minjasafns Austurlands