Skip to main content

Skólaheimsóknir

27. september 2016

Þegar haustar fækkar ferðamönnunum sem heimsækja Minjasafnið en skólabörnunum fjölgar að sama skapi. Starfskonur Minjasafnsins taka með ánægju á móti nemum á öllum skólastigum. Óski kennarar eftir að koma með skólahópa á Minjasafnið geta þeir haft samband í síma 471-1412 eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir nánari upplýsingar.


Ekki er starfandi safnkennari við safnið en safnverðir geta veitt leiðsögn um sýningarnar sniðna að aldri gestanna. Grunnsýning Minjasafnsins er tvískipt, annars vegar er þar um að ræða sýninguna Sjálfbær eining og hins vegar sýninguna Hreindýrin á Austurlandi. Nánari upplýsingar um sýningarnar má finna hér. 

Óski kennarar eftir því að nýta safnkost safnsins sjálfir í tengslum við kennslu eða útbúa verkefni sem tengjast sýningum og tilteknum safngripum geta safnverðir aðstoðað og veitt upplýsingar um það sem leynist hér í sýningarsal og geymslum. Upplýsingar um hluta safnkosts Minjasafnsins má finna á Sarpur.is

Hlökkum til að taka á móti bæði nemendum og kennurum. 

Starfskonur Minjasafns Austurlands

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...