Skip to main content

Skór í skólaheimsókn

10. október 2016
Í síðustu viku kom 1. bekkur í Fellaskóla í skemmtilega heimsókn til okkar. Krakkarnir höfðu verið að vinna með bókina Skósmiðurinn og álfarnir og komu í heimsókn í þeim tilgangi að skoða skó og áhöld til skógerðar. Nóg er af slíku á Minjasafninu og krakkarnir fengu að skoða allt frá sauðskinnsskóm yfir í hvítbotna gúmmítúttur, sjórekinn tréskó og upphá leðurstígvél. Einnig fengu þau að sjá og skoða margskonar áhöld og verkfæri og leður sem ætlað var til skógerðar. Krakkarnir fengu síðan að máta sauðskinsskó og voru sammála um að þeir hentuðu betur sem inniskór en útiskór. Þau enduðu svo heimsóknina með því að líta við á Bókasafninu þar sem þau glugguðu í nokkrar bækur. Krakkarnir sendu okkur síðan listaverk og frumsamda ferðasögu í þakklætisskyni. Sagan er afar lifandi og skemmtileg og á henni sannast að góð saga ætti ekki að gjalda sannleikans. 

Við þökkum 1. bekk í Fellaskóla og Michelle kennaranum þeirra kærlega fyrir komuna og gjafirnar.

 
20161007 Fell1
20161007 Fell2
20161007 Fell5
20161007 Fell4
20161007 Fell3

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...