Skór í skólaheimsókn
10. október 2016
Í síðustu viku kom 1. bekkur í Fellaskóla í skemmtilega heimsókn til okkar. Krakkarnir höfðu verið að vinna með bókina Skósmiðurinn og álfarnir og komu í heimsókn í þeim tilgangi að skoða skó og áhöld til skógerðar. Nóg er af slíku á Minjasafninu og krakkarnir fengu að skoða allt frá sauðskinnsskóm yfir í hvítbotna gúmmítúttur, sjórekinn tréskó og upphá leðurstígvél. Einnig fengu þau að sjá og skoða margskonar áhöld og verkfæri og leður sem ætlað var til skógerðar. Krakkarnir fengu síðan að máta sauðskinsskó og voru sammála um að þeir hentuðu betur sem inniskór en útiskór. Þau enduðu svo heimsóknina með því að líta við á Bókasafninu þar sem þau glugguðu í nokkrar bækur. Krakkarnir sendu okkur síðan listaverk og frumsamda ferðasögu í þakklætisskyni. Sagan er afar lifandi og skemmtileg og á henni sannast að góð saga ætti ekki að gjalda sannleikans.
Við þökkum 1. bekk í Fellaskóla og Michelle kennaranum þeirra kærlega fyrir komuna og gjafirnar.
Við þökkum 1. bekk í Fellaskóla og Michelle kennaranum þeirra kærlega fyrir komuna og gjafirnar.