Skip to main content

Ný sýning: Festum þráðinn

31. október 2016
Sýningin Festum þráðinn - samræður um útsaum spor fyrir spor, verður opnuð í Minjasafni Austurlands, miðvikudaginn 2. nóvember kl. 17:00.

Á sýningunni verða til sýnis útsaumuð verk tíu kvenna frá Austurlandi og Vesterålen í Noregi og er hún sett upp í tengslum við rannsókn norsku listakonunnar Ingrid Larssen á útsaumshefðum beggja svæða.

Markmið rannsóknar Ingridar var að skoða hvað væri líkt og ólíkt með útsaumshefðum og aðferðum á Austurlandi og í Vesterålen og um leið að varðveita þessa arfleifð fyrir komandi kynslóðir. Ingrid tók viðtöl við 10 konur, fimm frá hvoru svæði, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa stundað útsaum frá unga aldri. Á sýningunni má sjá sýnishorn af verkum kvennanna en afrakstri rannsóknar sinnar miðlar Ingrid í samnefndri bók sem er til sýnis og sölu á Minjasafninu.

Listakonan Ingrid Larssen er menntuð frá Statens Håndverks- og kunstindustriskole i Oslo og og Rietveldakademiet i Amsterdam. Hún hefur fengist við margvíslega listsköpun en frá árinu 2001 hefur textíll og útsaumur verið hennar aðalviðfangsefni þar sem hún hefur sótt sér innblástur í gamlar hefðir og aðferðir. Ingrid rekur eigin vinnustofu í Noregi og hefur tekið þátt í og sett upp fjölda sýninga, bæði í heimalandi sínu og víðar um heim. Hún hefur áður tekið þátt í menningarsamstarfi Austurlands og Vesterålen og hefur meðal annars sett upp sýningar á Skriðuklaustri og í Ráðhúsinu í Reykjavík.

Þátttakendur í verkefninu eru:
Petra Friðrika Björnsdóttir
Guðný G.H. Marinósdóttir
Guðrún Sigurðardóttir
Jónína Fjóla Þórhallsdóttir
Kristbjörg Sigurðardóttir
Signe Kristensen
Helene Sophie Breivik
Greta Paulsen
Lilljan Greta Søyland
Eva Kristine Kvensjø

Eftir opnun verður sýningin opin á opnunartíma Minjasafnsins, þriðjudaga – föstudaga frá 11:00-16:00. Hægt er að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma með því að hafa samband í síma 471-1412 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hönnuður sýningar er Perla Sigurðardóttir

Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...