Skip to main content

Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins

06. júní 2024

Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega. 

Söfnin eru auk Minjasafns Austurlands, Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Tækniminjasafn Austurlands. Tilefni þess að söfnin tókum höndum saman um þetta viðfangsefni er tveggja daga kvenna- og kynjasöguráðstefna sem fram fer á Seyðisfirði og á Egilsstöðum dagana 7. og 8. júní. Á sýningu Tækniminjasafnsins er dregin upp mynd af störfum kvenna á Seyðisfirði um aldamótin 1900 með áherslu á reynsluheim þeirra og framlag til atvinnulífsins; á Héraðsskjalasafninu verður sögð saga Margrétar Sigfúsdóttur, 20. aldar verkakonu, kennara og skálds í Fljótsdal og á Minjasafninu verður sjónum beint að landnámskonunni eins og áður sagði. 

Sýningin Minjasafnsins er sett upp í samstarfi við Antikva, Rannsóknarsetur HÍ á Austurlandi og Þjóðminjasafn Íslands. Þar verða meða annars til sýnis forngripir sem fundist hafa í Firði í Seyðisfirði og gripir frá Fjallkonunni svokölluðu sem fannst á Vestdalsheiði. Gripirnir hafa aldrei áður verið sýndir á opinberlega og hér er því um stóran viðburð að ræða. 

Sýningar Minjasafnsins og Héraðsskjalasafnsins verða formlega opnaðar á laugardaginn kl. 17:15 og markar opnunin endapunkt fyrrnefndar ráðstefnu. Í sumar verða sýningarnar opnar mánudaga til laugardaga frá 10:00-18:00. Sýning Tækniminjasafnsins verður formlega opnuð 17. júní og þann dag verður einnig opið hús og frítt inn á sýningarnar á Egilsstöðum. 

Verkefnið hlaut styrki úr Uppbyggingarsjóði Austurlands, frá Safnaráði og úr samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...