Útsaumskaffi í rökkrinu
04. nóvember 2016

Um 25 konur komu saman í Minjasafninu í dag til að skoða, ræða um og prófa margvíslegan útsaum.
Viðburðurinn hafði yfirskriftina Útsaumskaffi og húslestur í rökkrinu og var blásið til hans í tengslum við sýninguna Festum þráðinn og í tilefni af austfirsku menningarhátíðinni Dögum myrkurs. Guðrún Sigurðardóttir handavinnukennari og einn þátttakenda í sýningunni Festum þráðinn, fræddi viðstadda um mismunandi gerðir útsaums, sýndi margvísleg sýnishorn og leyfði gestum að spreyta sig. Sumir gestanna komu með eigin verk til að sýna og segja frá. Þá lásu Arndís Þorvaldsdóttir og Elsa Guðný Björgvinsdóttir ljóð og texta sem tengjast hannyrðum á einhvern hátt. Notalega, fræðandi og skemmtileg stund í rökkrinu. Myndirnar tala sínu máli:
(Ljósmyndarar: Elsa Guðný og Jóhanna Hafliðadóttir)
Síðustu fréttir

Fjölbreyttar smiðjur í tengslum við BRAS
06. nóvember 2023
Eins og undanfarin ár tók Minjasafn Austurlands virkan þátt í BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Verkefni safnsins voru sérstaklega viðamikil í ár en grunnskólum í Múlaþingi var ...

Dagar myrkurs í Safnahúsinu
02. nóvember 2023
Í tilefni af byggðahátíðinni Dögum myrkus Dögum myrkus buðu söfnin í Safnahúsinu til fjölskyldusamveru þar sem afþreying sem tengist árstímanum, myrkrinu og hrekkavökunni voru í hávegum. Lesnar vor...

Lokað 24. október
23. október 2023
Minjasafn Austurlands verður lokað mánudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls enda vinna aðeins konur á safninu.
Safniðverður opnað aftur á venjubundnum tíma á miðvikudaginn kl. ...