Útsaumskaffi í rökkrinu

Um 25 konur komu saman í Minjasafninu í dag til að skoða, ræða um og prófa margvíslegan útsaum.

Viðburðurinn hafði yfirskriftina Útsaumskaffi og húslestur í rökkrinu og var blásið til hans í tengslum við sýninguna Festum þráðinn og í tilefni af austfirsku menningarhátíðinni Dögum myrkurs. Guðrún Sigurðardóttir handavinnukennari og einn þátttakenda í sýningunni Festum þráðinn, fræddi viðstadda um mismunandi gerðir útsaums, sýndi margvísleg sýnishorn og leyfði gestum að spreyta sig. Sumir gestanna komu með eigin verk til að sýna og segja frá. Þá lásu Arndís Þorvaldsdóttir og Elsa Guðný Björgvinsdóttir ljóð og texta sem tengjast hannyrðum á einhvern hátt. Notalega, fræðandi og skemmtileg stund í rökkrinu. Myndirnar tala sínu máli:

(Ljósmyndarar: Elsa Guðný og Jóhanna Hafliðadóttir)

20161104 Tsaumskaffi 1
20160411 Tsaumskaffi3
20160411 Tsaumskaffi5
20160411 Tsaumskaffi7
20160411 Tsaumskaffi38
20160411 Tsaumskaffi6
20160411 Tsaumskaffi9
20160411 Tsaumskaffi4
20160411 Tsaumskaffi10
20161104 Tsaumskaffi 2