Skip to main content

Bókavaka Safnahússins

02. desember 2016

Hin árlega bókavaka Safnahússins fór fram 1. desember.

Vakan er árlegur viðburður í safnahúsinu og er samstarfsverkefni safnanna þriggja þó starfskonur Bókasafnsins hafi veg og vanda af skipulagningunni. 

Á vökunni var austfirsk útgáfa í öndvegi eins og venjan er og kynntar til leiks bækur gefnar út í fjórðungnum og einnig bækur sem tengjast honum á einhvern hátt. Afar mikil gróska er í bókaútgáfu á Austurlandi um þessar mundir og því var fjallað um fjölda bóka á vökunni. Nokkrir höfundar lásu úr verkum sínum auk þess sem fulltrúar bókaútgáfunnar Bókstarfs og Félags ljóðaunnenda á Austurlandi sögðu frá þeim bókum sem gefnar hafa verið út á þeirra vegum í ár.

Á myndunum má sjá þá sem stigu á stokk á vökunni en þau voru: Agnes Helgadóttir sem kynnti bók föður síns, Helga Hallgrímssonar, Fljótsdælu; Sveinn Snorri Sveinsson sem las úr ljóðabók sinni Götusláttur Regndropanna; Hulda Sigurdís Þráinsdóttir sem las úr ljóðabók sinni Umrót; Jón Pálsson sem las úr bók sinni Valdamiklir menn; Íris Randversdóttir sem las úr bók sinni Músasögur, Sigíður Lára Sigurjónsdóttir sem kynnti bækur frá bókaútgáfunni Bókstaf og Magnús Stefánsson sem kynnti bækur sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur gefið út á árinu. Auk þeirra las Dísa María Egilsdóttir upp úr bókinni Austfirskar tröllasögur sem Gunnarsstofnun gefur út. 

2016 12 1 Bokavaka6
2016 12 1 Bokavaka7
2016 12 1 Bokavaka5
2016 12 1 Bokavaka4
2016 12 1 Bokavaka1
2016 12 1 Bokavaka2
2016 12 1 Bokavaka3

Síðustu fréttir

Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...