Ný safnastefna á sviði menningarminja
27. apríl 2017
Nú nýverið fylgi Þjóðminjasafnið úr hlaði nýrri Safnastefnu á sviði menningarminja
Þetta er í þriðja sinn sem Þjóðminjasafnið stendur fyrir mótun slíkrar stefnu í samræmi við lög um Þjóðminjasafn Íslands en hún er hugsuð sem leiðarvísir í faglegu starfi safna á landsvísu. Í stefnunni eru listuð sex markmið sem söfnum á sviði menningarminja er ætlað að stefna að í starfi sínu á næstu árum. Þá eru einnig útlistaðar leiðir að markmiðunum og fjallað um það sem vel er gert nú þegar í söfnum landsins.
Hægt er að lesa stefnuna með því að smella hér.
Árið 2014 markaði Minjasafn Austurlands sér starfsstefnu til fjögurra ára í samræmi við stefnu Þjóðminjasafnsins sem þá var í gildi. Sú stefna rennur út um áramót og þá mun taka í gildi ný starfsstefna safnsins sem byggð verður á grundvelli hinnar nýju safnastefnu þjóðminjasafnsins.