Skip to main content

Alþjóðlegi safnadagurinn

16. maí 2017

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim 18. maí. Þema dagsins í ár er: Söfn og umdeildar sögur - að segja það sem ekki má segja í söfnum.

Í tilefni dagsins vekur Minjasafnið sérstaka athygli á ljósmyndasýningunni Minningar um torfhús sem nú stendur yfir í Safnahúsinu. Á sýningunni eru 25 ljósmyndir sem franski fornleifafræðingurinn Sandra Coullenot hefur tekið af gömlum byggingum vítt og breitt um Ísland. Ljósmyndirnar eru hluti af doktorsverkefni Söndru en í rannsóknum sínum skoðar hún m.a. hvort og hvernig torfhús hafa haft áhrif á íslenska sagnahefð og notar til þess bæði aðferðir þjóðfræði og fornleifafræði.

Sandra vonast til að sýningin veki upp minningar og hugrenningar sem sýningargestir tengja við torfhús. Sérstakur minningarkassi er á sýningunni og eru gestir hvattir til að skrifa hugrenningar sínar á miða sem hægt er að stinga í kassann, bæði jákvæðar sögur og líka "sögur sem ekki má segja".

Sýningin er á neðstu hæð Safnahússins fyrir framan Héraðsskjalasafnið. Hún er sett upp í samstarfi við söfnin í Safnahúsinu og Gunnarsstofnun á Skiðuklaustri.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...