Skip to main content

Safnfræðslu lokið þetta skólaárið

02. júní 2017

Í dag fékk Minjasafnið skemmtilega heimsókn frá leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði.

Þar var á ferð útskriftarhópur skólans en þau voru í útskriftarferð um Fljótsdalshérað. Krakkarnir skoðuðu sýningar safnsins í fylgd safnvarðar og voru mjög áhugasöm um það sem bar fyrir augu. 

Heimsóknin markaði lok fræðslustarfs Minjasafnsins þetta skólaárið. Á skólaárinu 2016-2017 hafa 495 nemendur heimsótt safnið eða fengið fræðslu til sín. Þessum nemendum hafa fylgt 89 kennarar. Flestir nemendurnir sem fengu fræðslu voru á leikskólaaldri eða 269, grunnskólanemendurnir voru 115 og framhaldsskólanemendurnir 111. Tilgangur heimsóknanna var margvíslegur og í sumum tilfellum komu kennarar oft með nemendur sína í heimsókn á safnið. 

Safnfræðsla er stór hluti af starfsemi safnsins yfir vetrartímann og við erum sífellt að leita leiða til að þróa og bæta fræðslustarfið. Á síðasta ári hlaut Minjasafnið styrk úr Safnasjóði til að láta útbúa námsefni tengt safninu fyrir nemendur á grunnskólaaldri. Safnið fór í framhaldinu í samstarf við Unni Maríu Sólmundsdóttur hjá kennarinn.is og mun hún útbúa efnið fyrir safnið. Stefnt er að því að efnið verði tilbúið til notkunar fyrir næsta skólaár. 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...