Skip to main content

17. júní - Nýjar sýningar og opið hús

15. júní 2017

Venju samkvæmt verður opið hús á Minjasafninu á þjóðhátíðardaginn og ókeypis aðgangur að sýningum.

Gestum gefst kostur á að skoða fastasýningarnar Hreindýrin á Austurlandi og Sjálfbær eining auk þess sem sett hefur verið upp sýning tileinkuð skátastarfi fyrir framan Bókasafnið og í sýningarsalnum má skoða leikföngum frá upphafsárum Egilsstaðaþorps. 

Klukkan 15:30 bjóðum við síðan til opnunar nýrrar sýningar í Sláturhúsinu. Þar er um að ræða sýninguna Þorpið á Ásnum sem sett hefur verið upp í tilefni af 70 ára afmæli þéttbýlis á Egilsstöðum en sýningin er samstarfsverkefni Minjasafnsins og Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Sýningin er ein af þremur sumarsýningum Sláturhússins. 

Á sýningunni eru til sýnis munir, ljósmyndir, skjöl, hljóð- og myndefni úr fórum safnanna tveggja sem allt tengist sögu Egilsstaða á einn eða annan hátt. Hér er ekki um að ræða tæmandi sögu Egilsstaða heldur er áhersla lögð á að fjalla um upphafið, um frumbyggjana og frumkvöðlana, sýna hvernig byggðin hefur þróast og taka dæmi um það fjölbreytta mannlíf sem hefur blómstrað á Ásnum alla tíð. Vonir standa til að sýningin veki upp minningar hjá eldri kynslóðum og gefi um leið yngri kynslóðum tækifæri til að fræðast um þá sem á undan þeim gengu um götur þorpsins á Ásnum.

Sýningin er styrkt af Fljótsdalshéraði.

Hlökkum til að sjá ykkur - Gleðilega þjóðhátíð!

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...