Skip to main content

Skólaheimsóknir

20. september 2017

Þó ekki sé langt liðið á skólaárið eru skólahópar af öllum skólastigum farnir að heimsækja safnið.

Í dag kom hópur frá leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðum en Minjasafnið mun eins og undanfarin ár vera í sérstöku samstarfi við Tjarnarskóg. Í því felst að allir nemendur fæddir árið 2014 munu koma í fjórar heimsóknir á safnið yfir veturinn þar sem þau munu kynnast lífinu í gamla daga frá mismunandi hliðum. Fyrsti hópurinn kom á safnið í dag og kynnti sér húsakost fólks í gamla daga. Þau skoðuðu baðstofuna frá Brekku í Hróarstungu, veltu fyrir sér hvernig það var að búa í húsi með engu rafmagni og engu klósetti og hvernig það var að sofa í baðstofu. Þau fengu einnig að leika sér með leikföng fyrri tíma og var ekki annað að sjá en að leikföngin féllu vel í kramið. 

Starfskonur Minjasafnsins taka með ánægju á móti nemum á öllum skólastigum. Óski kennarar eftir að koma með skólahópa á Minjasafnið geta þeir haft samband í síma 471-1412 eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir nánari upplýsingar.