Skip to main content

Lokað vegna ráðstefnu

26. september 2017

Minjasafnið verður lokað dagana 27.-29 september vegna þátttöku starfskvenna í Farskóla safnmanna á Siglufirði.

Farskóli FÍSOS (Félags íslenskra safna og safnmanna) er þriggja daga ráðstefna sem hefur verið haldinn árlega síðan 1989. Farskólinn er mikilvægur vettvangur endurmenntunar og samstarfs meðal íslenskra safna en þar flytja innlendir og erlendir fyrirlesarar erindi og safnmenn ræða margvísleg málefni í vinnustofum. Aðalfundur FÍSOS er jafnframt haldinn við þetta tækifæri sem og árshátíð félagsins. 

Að þessu sinni fer Farskólinn fram á Siglufirði og er yfirskrift hans að þessu sinni Söfn í stafrænni veröld. Undanfarna áratugi hefur tækniþróun fjölgað möguleikum safna til miðlunar svo um munar. Íslensk söfn hafa tileinkað sér ólíkar og fjölbreyttar leiðir til að miðla þekkingu og fróðleik. Á Farskólanum í ár verður horft til áskorana, ógnana og nýrra möguleika í því samhengi. Hvernig getum við nýtt okkur tæknina til framþróunar og vaxtar? Getur tæknin dregið úr upplifun gesta á sýningum? Hvernig getum við nýtt okkur tækni nútímans til þess að átta okkur á ráðgátum fortíðar og tryggja varðveislu gripa og muna til framtíðar? Nánari upplýsingar um Farskólann má finna hér.

Mynd: Síldarminjasafn Íslands

 

 

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...