Skip to main content

Þorpið á Ásnum í Safnahúsinu

13. október 2017

Sýningin Þorpið á Ásnum hefur nú runnið sitt skeið í Sláturhúsinu og hefur verið sett upp í Safnahúsinu.

Sýningin var samstarfsverkefni Minjasafns Austurlands og Héraðsskjalasafns Austfirðinga og var sett upp í tilefni af því að 70 ár eru í ár liðin frá því að Egilsstaðahreppur var formlega stofnaður og þorp tók að myndast á Egilsstöðum. Sýningin var upphaflega sett upp í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs en hefur nú verið tekin niður af veggjunum þar. Hluti hennar hefur verið settur upp í Safnahúsinu, annars vegar fyrir framan Héraðsskjalasafnið á fyrstu hæð hússins og hins vegar fyrir framan Bókasafnið á þriðju hæð. 

3. bekkur Egilsstaðaskóla kom í heimsókn í Safnahúsið á dögunum til að skoða sýninguna en þau hafa verið að læra um Egilsstaði og myndun þorpsins. Þau skoðuðu myndir af þorpinu frá ýmsum tímum, veltu fyrir sér hvernig umhorfs var á Egilsstöðum áður en þorpið myndaðist og voru sammála um að miklar breytingar hefðu orðið á því á stuttum tíma. Þá skoðuðu þau einnig gagnvirkt kort sem útbúið var fyrir sýninguna sem sýnir hvar fyrstu húsin í þorpinu stóðu, ásamt myndum af húsunum og af fólkinu sem bjó þar fyrst.

20171310 3bekkur 3
20171310 3bekkur 1
20171310 3bekkur 4
20171013 3bekkur 6jpg

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...