Skip to main content

Árleg bókavaka

30. nóvember 2017

Hin árlega bókavaka Safnahússins var haldinn í dag.

Á vökunni var austfirsk útgáfa í öndvegi og lesið upp úr bókum sem koma út á Austurlandi eða tengjast Austurlandi á annan hátt. Eins og undanfarin ár kenndi ýmissa að grasa. Meðal annars var lesið upp úr bókum Jónasar Reynis Gunnarssonar, Millilendingu, Leiðarvísi um þorp og Stór olíuskip sem koma út hjá Partus, sagt var frá bókunum sem Bókaútgáfan Bókstafur á Egilsstöðum gefur út fyrir þessi jól, lesið upp úr ljóðabókum sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gefa út í ár, fjallað um bókina Vallarstjörnur eftir Helga Hallgrímsson sem Glettingur gefur út og bókina Ertu vakandi herra Víkingur eftir Stefaníu G. Gísladóttur svo fátt eitt sé nefnt.  Vakan var vel sótt og gestir nutu upplestranna með kaffi og piparkökum. 

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...