Árleg bókavaka
Hin árlega bókavaka Safnahússins var haldinn í dag.
Á vökunni var austfirsk útgáfa í öndvegi og lesið upp úr bókum sem koma út á Austurlandi eða tengjast Austurlandi á annan hátt. Eins og undanfarin ár kenndi ýmissa að grasa. Meðal annars var lesið upp úr bókum Jónasar Reynis Gunnarssonar, Millilendingu, Leiðarvísi um þorp og Stór olíuskip sem koma út hjá Partus, sagt var frá bókunum sem Bókaútgáfan Bókstafur á Egilsstöðum gefur út fyrir þessi jól, lesið upp úr ljóðabókum sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gefa út í ár, fjallað um bókina Vallarstjörnur eftir Helga Hallgrímsson sem Glettingur gefur út og bókina Ertu vakandi herra Víkingur eftir Stefaníu G. Gísladóttur svo fátt eitt sé nefnt. Vakan var vel sótt og gestir nutu upplestranna með kaffi og piparkökum.